Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður ítarlega fjallað um leitina að Birnu Brjánsdóttur, rætt við vinkonur hennar og fjöskyldu, lögreglumenn sem stýra leitinni og björgunarsveitarfólk sem leitað hafa vísbendinga í dag.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um sláandi skýrslu Oxfam um ríkustu átta einstaklinga í heimi, deilu sjómanna sem nú sér fyrir endann á og Íragerði á Seltjarnarnesi en mannvirkjajarðfræðingur hvetur til þess að kannað verðir hvort dularfullir hringir þar séu leifar mannvirkja frá upphafi Íslandsbyggðar.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×