Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fimm, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar ganga vel. Smári McCarthy fyrsti þingmaður Pírata í Suðurkjördæmi segja yfirgnæfandi líkur á að flokkarnir nái saman. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Gísli Tryggvason lögmaður fjögurra aðildarfélaga BSRB telur að starfandi fjármála- og efnahagsráðherra skorti þingræðislegt umboð til að leggja fram nýtt frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda. Við ræðum við Gísla í kvöldfréttunum og Elínu Björgu Jónsdóttur formann BSRB.

Þá fjöllum við hátt verðlag sem blasir við erlendum ferðamönnum sem hingað koma en þeir kvarta yfir okri hér á landi. Nýleg könnun á verðlagi hótelgistingar sýnir jafnframt að Reykjavík er þriðja dýrasta borg Evrópu þegar hótelgisting er annars vegar. Meðalverð á tveggja manna herbergjum í borginni er rúmlega 23 þúsund krónur og hefur hækkað um 20 prósent á einu ári.

Við fjöllum líka um framleiðslu nýrrar íslenskrar teiknimyndar en fimmtíu manns vinna að gerð hennar í tveimur löndum. Framleiðslukostnaður nemur rúmlega milljarð króna.

Okkar maður á Selfossi, Magnús Hlynur Hreiðarsson, segir síðan frá sérstakri jólahundagöngu í bænum en sumir ferfætlinganna sem tóku þátt voru klæddir í sérstök jólaföt og aðrir báru jólaskraut.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×