Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Miðju- og vinstriflokkarnir fimm freista þess aftur að mynda ríkisstjórn, en óformlegum viðræðum Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna var slitið. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formenn flokkanna um framhaldið. Katrín Jakobsdóttir segir þjóðstjórn vera í stöðunni en Bjarni Benediktsson vill reyna á ný á mögulegar viðræður Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað jólainnkaupin en þau eru þriðjungi ódýrari í London en hér á landi samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu en dæmi eru um að vörur kosti tvöfalt meira hér.

Við ræðum við formann Neytendasamtakanna og framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í beinni.

Við ræðum einnig við hælisleitanda sem átti fótum sínum fjör að launa þegar eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Keflavík. Einn hefur verið handtekinn vegna íkveikjunnar.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×