Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verjandi fyrrverandi starfsmanns Byko sem dæmdur var í fangelsi í Hæstarétti íhugar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra Hringrásar sem er tilbúinn að skoða þann möguleika að flytja fyrirtækið úr Klettagörðum eftir ítrekaða eldsvoða.

Einnig verður fjallað um kröfugöngu sem farið í í miðbænum í dag til að krefjast úrbóta í flóttamannamálum og rætt við landgræðslustjóra sem segir að loftslagsbreytingar gætu haft veruleg áhrif á plöntulíf hér á landi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×