Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Markús Sigurbjörnsson, dómari við Hæstarétt Íslands og forseti Hæstaréttar, átti í umfangsmiklum hlutabréfaviðskiptum á árunum fyrir hrun – og átti í sjóðum sem keyptu og seldu hlutabréf í stærstu fyrirtækjum landsins, þar á meðal bönkunum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þrátt fyrir viðskipti sín með hlutabréf hefur Markús dæmt í málum sem tengjast þessum fyrirtækjum, án þess að víkja sæti.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um óformlegar stjórnarmyndunarviðræður Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar. Rætt verður við formenn flokkanna um næstu skref í viðræðuðunum. Þá greinum við frá því að samstaða er um það milli allra flokka á Alþingi að bregðast við umdeildum úrskurði kjararáðs.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×