Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir að auka þurfi útgjöld ríkisins um þrjátíu milljarða króna á næsta ári til að standa við loforð um uppbyggingu heilbrigðis- og menntakerfisins og fjárfestingu í vegakerfinu. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar verður rætt við Katrínu en óformlegar viðræður forystumanna fimm flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar standa enn yfir.

Í fréttatímanum fjöllum við líka um samstöðu meðal þingmanna um að fella niður aukagreiðslur og styrki fyrir störf sín til að bregðast við óánægju með ákvörðun Kjararáðs sem hækkaði almenn laun alþingismanna um 44 prósent.

Við fjöllum líka um niðurstöður nýrra rannsókn úr ískjörnum Grænlandsjökuls sem sýna fram á að landnámsöskulagið svokallaða er ranglega tímasett um sex ár. Þetta þýðir að leiðrétta þarf tímamælingar landnáms sem þessu nemur.

Við fjöllum líka um nýja íslenska barnabók sem kemur samtímis út sem smáforrit fyrir snjallsíma og spjaldtölvur en það er markmið höfundarins að auka áhuga barna á yndislestri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×