Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um kvennafrídaginn sem haldinn var í fjórða sinn í dag. Konur lögðu niður störf víðsvegar um landið í dag til að krefjast launajafnréttis og þúsundir kvenna söfnuðust saman á Austurvelli til að vekja athygli á málstaðnum.

Í kvöldfréttunum verður rýnt í veðurfarið sem verið hefur með eindæmum gott undanfarið og við ræðum við kjósendur sem greiddu atkvæði á utankjörfundi í Perlunni í dag. Þrátt fyrir mikla hreyfingu á fylgi flokkanna í skoðanakönnunum voru viðmælendur fréttastofu í engum vafa um hvernig þeir hyggðust verja atkvæði sínu.

Einnig verður fjallað um folaldið Von sem fannst móðurlaust á dögunum og er nú sérstöku uppáhaldi hjá eigendum sínum í Rangárvallasýslu. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×