Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Sjö ára blind stúlka frá Rúmeníu og foreldrar hennar eru á vergangi í Reykjavík - fjölskyldan flakkar á milli gistiheimila eftir því hvar er laust. Rætt verður við fjölskylduna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þar tökum við einnig á móti formönnum stjórnmálaflokkanna í síðustu kappræðum Stöðvar 2 og ræðum við leiðtoga stjórnarandstöðuflokkann sem vilja hefja viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar ef þau fá stuðning kjósenda. Við ræðum síðan við framkvæmdastjóra flokkanna í beinni þar sem kosningabaráttan verður gerð upp í máli og myndum.

Þá verður fjallað um ungan íslenskan leikstjóra sem sækir innblástur í hrollvekjur frá níunda áratugnum og íslenska sagnahefð en hann frumsýnir hrollvekjuna Child Eater um helgina. Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×