Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tæplega þrjátíu þúsund manns hafa kosið utankjörfundar hjá sýslumönnum um land allt og hjá sendiráðum. Það er minni kjörsókn utankjörfundar en í síðustu alþingiskosningum en þá höfðu tæplega þrjátíu og fimm þúsund kosið á sama tíma.

Fjallað verður ítarlega um komandi alþingiskosningar í fréttum Stöðvar tvö og rætt við frambjóðendur, stjórnamálafræðinga og kjósendur. Þá verður einnig rætt við Má Guðmundsson Seðlabankastjóra sem gagnrýnir auglýsingar erlendra aflandskrónueigenda í íslenskum fjölmiðlum.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×