Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni í Kötlu en vísindamenn geta með engu móti spáð fyrir um hvað gerist næst. Nánar verður fjallað um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við fjöllum líka um flokksþing Framsóknarflokksins sem er klofinn í afstöðu til formannsefna en Sigmundur Davíð og Sigurður Ingi fengu báðir standandi lófatak frá Framsóknarmönnum eftir ræður sínar á flokksþingi í dag.

Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Við ræðum við starfsmann Unicef í borginni sem hefur séð hörmungarnar með eigin augum.

Þá fjöllum við um nýja tækni sem er bylting í lífi sykursjúkra en tæknin hefur verið prófuð hér á landi. Hún hefur þann kost að sjúklingar stinga sig sjaldnar til blóðs.

Þá fjöllum við um heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á ungmennaráðstefnu á Suðurlandi, svo eitthvað sé nefnt. „Ekki væla, verið bjartsýn og glöð“ sagði forsetinn þegar hann ávarpaði ungmennin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×