Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sakar Sigurð Inga Jóhannsson og Eygló Harðardóttur um baktjaldamakk gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Framsóknarflokks og segist vera sorgmæddur yfir algjörum klofningi innan stjórnar flokksins. Rætt verður við Gunnar Braga í fréttum Stöðvar tvö.

Þar verður einnig fjallað um stöðu hælileitenda hér á landi en um fjörutíu hafa fengið endanlega synjun og bíða nú eftir flutningi úr landi. Þá verður rætt við sviðsstjóra hjá ríkisskattstjóra sem segir hægt að minnka skattsvik um tugi milljarða með einföldum aðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×