Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Rúmlega tvö þúsund starfsmenn banka og fjármálafyrirtækja hér á landi hafa misst vinnuna á undanförnum árum, þar af sautján hundruð konur.

Rætt verður við formann Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja í fréttum Stöðvar tvö en hann segir sína félagsmenn vera áhyggjufulla út af stöðugum hagræðingarkröfum og fordómum í þeirra garð.

Einnig verður fjallað um átökin innan framsóknarflokksins vegna komandi formannskjörs en þingmaður flokksins sakar Sigmund Davíð um að einoka ræðustólinn á komandi flokksþingi.

Þá verður sýnt ítarlegt viðtal við Kristínu Örnu Sigurðardóttir og umfjöllun um fæðingarþunglyndi en hún þjáðist af alvarlegum fæðingakvíða eftir að hafa eignast fyrstu dóttur sína.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×