Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðum við við kjósendur í Bretlandi en Bretar ganga til kosninga í dag um framtíð landsins innan Evrópusambandsins. Rætt verður við Þóru Helgadóttur, hagfræðing, sem starfar í fjármálaráði Bretlands óttast afleiðingarnar ef Bretar ákveða að ganga út úr ESB.

Þá verðum við í beinni frá Iðnó þar sem seinni forsetakappræður Stöðvar 2 fara fram og frá Annecy í Frakklandi þar sem karlalandsliðið í fótbolta undirbýr sig nú fyrir að mæta Englandi í sextán liða úrslitum á Evrópumótinu í fótbolta.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×