Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnin ætli að standa við þau loforð um að halda kosningar í haust. Skiptar skoðanir eru um málið meðal framsóknarmanna en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í viðtali við Bylgjuna í gær að ekkert liggi á kosningum. Fjallað verður um þetta mál í fréttum Stöðvar tvö.

Einnig verður rætt við borgarstjóra sem segir ekkert til í þeim sögusögnum um að framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks hafi fengið að kaupa fasteignir borgarinnar í Gufunesi undir markaðsvirði. Þá verður rætt við sóknarprestinn í Breiðholtskirkju sem ætlar að bjóða upp á ókeypis hjónavígslur og skírnir og kíkt í núllið við Bankastræti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×