Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í fréttum Stöðvar tvö verður fjallað um nýtt frumvarp menntamálaráðherra um breytingar á námslánakerfinu. Rætt verður við ráðherra og formann Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

Einnig verður fjallað um könnun fréttastofu á fylgi stjórnmálaflokka þar sem Samfylkingin mælist með rúm sex prósent og heimsókn Baracks Obama Bandaríkjaforseta til japönsku borgarinnar Hiroshima. Þá verður rætt við sjúkraflutningamenn sem hafa sett á laggirnar söfnun til að geta keypt sérstakan sjúkrabíl ætlaðan til þjálfunar hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×