Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forseta ASÍ sem segir að að ungt fólk á vinnumarkaði verður sífellt fyrir barðinu á ósvífnum atvinnurekendum sem virði ekki réttindi launafólks. Þá verður verður fjallað um kröfugönguna í Reykjavík vegna 1. maí, baráttudegi verkalýðs, sem haldin var hátíðlegur víða um land í dag. Þúsundir manna tóku þátt í kröfugöngunni í Reykjavík í dag þar sem húsnæðis- og kjaramál voru ofarlega á baugi.

Einnig verður rætt við fatlaðan mann höfðað hefur mál á hendur Reykjanesbæ vegna slæms aðgengis fyrir hjólastóla. Hann segir bæinn ekki sýna nokkurn vilja til úrbóta.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og á fréttavefnum Vísi. Horfa má á fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×