Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Erlendir strandaglópar í Leifsstöð eru æfir yfir upplýsingaskorti hjá Icelandair vegna verkfalls flugvirkja. Við ræðum við nokkra þeirra í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálfsjö.

Við fjöllum líka um skógarelda í Kaliforníu en fjörutíu og þrír hafa látið lífið á árinu í einhverjum erfiðustu og mannskæðustu skógareldum í ríkinu frá upphafi.

Þá fjöllum við um sprengingu í sölu á sykurlausum en koffeinríkum orkudrykk og ræðum við næringarfræðing sem varar við því að börn og unglingar neyti hans í miklum mæli.

Í fréttatímanum verður jafnframt rætt við unga konu með vefjagigt sem segist upplifa fordóma frá heilbrigðisstarfsfólki. Hún segir lækna oft fáfróða um sjúkdóminn og afleiðingar hans.

Þá fjöllum við um löggutístin en Íslendingar fylgdust með á Twitter í gær og í nótt þegar þrjú lögregluembætti sögðu jafnóðum frá öllum útköllum á Twitter. Útköllin voru ýmist spaugileg eða sorgleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×