Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Fræðimenn í lögfræði telja að lögbann á umfjöllun Stundarinnar sem byggir á gögnum frá slitabúi Glitnis, standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. Fjallað verður ítarlega um lögbannið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og meðal annars rætt við Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra.

Í fréttatímanum tölum við líka við Dóru Blöndal, vinkonu maltnesku blaðakonunnar sem var myrt í gær eftir umfjöllun hennar um Panamaskjölin og tengsl ráðamanna við aflandsfyrirtæki, en Dóra segir vinkonu sína oft hafa óttast um líf sitt.

Loks kynnum við okkur nýjungar í íslenskri matargerð og bókina sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×