Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann BHM um ákvörðun kjararáðs að hækka verulega laun æðstu embættismanna. Að mati BSRB eykur ákvörðunin ójöfnuð og gengur þvert gegn SALEK-samkomlaginu.

Þá rýnum við í Tekjublað Frjálsrar verslunar en ritstjóri blaðsins segir launaskrið vera í kortunum fyrir næsta ár. Þá verður fjallað ítarlega stöðu Pírata eftir að Helgi Hrafn Gunnarsson tilkynnti að hann hyggðist ekki sækjast eftir áframhaldandi setu á Alþingi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×