Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður vitanlega helgað stórleik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Englandi. Við verðum í beinni frá Arnarhóli þar sem þúsundir munu fylgjast með þessum stærsta leik íslenskrar knattspyrnusögu. Við verðum einnig í beinni frá Nice og fáum stemninguna beint í æð. Einnig verður rætt við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og Dorrit Moussaieff en þau eru bæði spennt fyrir leiknum eins og aðrir landsmenn.

Í fréttatímanum munum við einnig ræða við sviðsstjóra hjá Íslandsstofu sem segir þá athygli sem landið hefur fengið síðustu vikur vegna Evrópumótins í fótbolta vera ómetanlega landskynningu.

Þá verður einnig fjallað um þá óvissu sem ríkir í breskum stjórnmálum og á fjármálamörkuðum vegna ákvörðunar bresku þjóðarinnar að segja skilið við Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×