Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður söguleg viðureign Íslands og Englands gerð upp í máli og myndum, við sýnum einstakar myndir frá fagnaðarlátum á Arnarhóli, tökum íslenska stuðningsmenn í Frakklandi tali og ræðum við Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í beinni frá Annecy.

Í fréttatímanum munum við einnig kynna okkur umfjöllun erlendra fjölmiðla um leikinn og þá gríðarlegur eftirspurn sem myndast hefur eftir miðum á leikinn gegn Frökkum á mánudaginn.

Einnig verður fjallað um nýjustu vendingar í breskum stjórnmálum í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×