Kvöldfréttir Stöđvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni

 
Viđskipti innlent
17:30 20. MARS 2017
Óli Björn Kárason og Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson
Óli Björn Kárason og Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræða söluna á Arion banka í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld í beinni útsendingu.

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður, stýrir umræðum.

Sigmundur Davíð segir ríkisstjórnina algjörlega óundirbúna og stefnulausa um framtíð fjármálakerfisis og skilur lítið í því hversu menn eru „kátir með að ríkið sé komið í bisness með frægum vogunarsjóðum.“

Óli Björn segir hinsvegar í Morgunblaðinu í dag að kaup að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, á tæplega 30 prósenta hlut í Arion sýni trú erlendra aðila á íslensku efnahagslífi.

Ekki missa af hressilegum umræðum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30, að vanda.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Kvöldfréttir Stöđvar 2: Tekist á um söluna á Arion í beinni
Fara efst