Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Tálmun á umgengni við barn ætti að skilgreina sem ofbeldi

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Dæmi eru um að það hafi tekið kerfið allt að fjögur ár að leiða til lykta mál þar sem annað foreldri hefur meinað hinu að umgangast barn sitt. Sérfræðingur í barnarétti segir kerfið mjög seinvirkt og stytta þurfi málsmeðferðartímann. Breyta eigi lögum á þann hátt að tálmun á umgengni verði skilgreind sem andlegt ofbeldi.

María Júlía Rúnarsdóttir, héraðsdómslögmaður og sérfræðingur í barnarétti, segir kerfið sem tekur við foreldrum sem telja sig hafa orðið fyrir slíkri tálmun seinvirkt. Hún þekki dæmi þess að afleiðingin verði algjört tengslarof milli barns og þess foreldris sem verður fyrir tálmun.

Ólafur Hand, faðir ellefu ára stelpu, sagði sögu sína í fréttum Stöðvar 2 í gær og vakti frásögn hans mikla athygli.



Sjá einnig: Hefur barist fyrir dóttur sinni í tíu ár


Fljótlega eftir að dóttir Ólafs fæddist slitu hann og móðir hennar samvistum. Að sögn Ólafs byrjaði móðir stelpunnar fljótlega að tálma umgengni hans við dóttur sína. Hann segir kerfið sem taki við foreldrum sem verði fyrir slíkri tálmun sé gamaldags og gallað.

Meira um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18.30, að vanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×