Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Lilja Dögg í formanninn?

Framsóknarflokkurinn er klofinn og skiptist í tvær fylkingar; þá sem vilja Sigmund Davíð burt og þá sem vilja að hann sitji áfram sem formaður flokksins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, hefur verið orðuð við varaformannsembættið og segist vera að kanna þann stuðning sem hún fái í það embætti um þessar mundir. Aðspurð segist hún ekki heldur útiloka formannsframboð.

Lilja Dögg er í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 og svo í lengra viðtali í 1910, sem hefst beint á eftir íþróttafréttum.

Þorsteinn Sæmundsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, koma einnig inn í settið til að ræða stöðuna sem upp er komin í flokknum, ákvörðun Sigurðar Inga um að bjóða sig fram gegn Sigmundi þrátt fyrir afdráttarlausar lýsingar hans um hið andstæða fyrir örfáum mánuðum og stemninguna í flokknum svo stuttu fyrir formannskjörið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×