Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Lifir brúin eða ekki?

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Eystri brúarstöpullinn á brúnni yfir Eldvatn í Ásum virðist hanga í lausu lofti.
Eystri brúarstöpullinn á brúnni yfir Eldvatn í Ásum virðist hanga í lausu lofti. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Heilbrigðisvottorð á gæði brúarinnar yfir Eldvatn í Ásum verður gefið út síðdegis. Fjallað verður um málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2. 



Dagurinn í dag er sá fyrsti eftir vatnavexti og Skaftárhlaup sem rennsli Skaftár er orðið eðlilegt á ný. Brúin yfir Eldvatn í Ásum virðist lifa nánast á lyginni einni saman en eystri brúarstöpullinn hangir að því er virðist í lausu lofti eftir að það grófst undan honum eftir Skaftárhlaup.



Kristján Már Unnarsson fréttamaður  er á vettvangi og mun fjalla um málið í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 



Verið að kanna möguleikann á að bjarga henni

„Vegagerðin fékk í dag bor frá Ræktunarsambandi Flóa- og Skeiða til þess að kanna jarðlögin undir eystri brúarstöplinum á brúnni yfir Eldvatn í Ásum. Sem kunnugt er grófst undan brúarstöplinum í Skaftaráhlaupinu og hann stendur nú í lausu lofti. Brúin hefur verið lokuð í um það bil viku og það er verið að kanna möguleikann á að bjarga henni eða dæma hana ónýta,“ segir Kristján Már.



Hann verður í beinni frá eystri brúarstöplinum þar sem  hann mun ræða við jarðfræðing frá Vegagerðinni sem mun veita fyrstu upplýsingar um gæði brúarinnar eftir sérstaka athugun á gæðum hennar nú síðdegis.



Lokun brúarinnar yfir Eldvatn í Ásúm hefur valdið miklum vandræðum í sveitinni en akstur milli Skaftártungu og Kirkjubæjarklausturs er um 20-30 mínútum lengri þegar brúin er ekki í notkun. 



Kristján Már verður í beinni útsendingu frá vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Fylgjast má með útsendingunni hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×