Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Grunur um læknamistök í tengslum við lát erlends karlmanns

Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu hefur verið gert viðvart um málið. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld en á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks.



Í kvöldfréttum verður einnig rætt við forstjóra Kauphallarinnar um mikla lækkun í Kauphöllinni undanfarna daga og hagfræðing ASÍ um hagspá sambandsins sem gerir ráð fyrir kraftmiklum vexti í einkaneyslu. Þá verður fjallað sérstaklega um stöðu ungs fólks í vexti hagkerfisins en hagfræðingur Landsbankans segir stöðu þúsaldarkynslóðarinnar áhyggjuefni.



Einnig verður fjallað um nýja breiðþotu Icelandair, Borgunarmálið, gríðarlegar vinsældir streetdans og skapara
rafmyntarinnar Bitcoin sem loks hefur stigið fram.



Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og á fréttavefnum Vísi. Horfa má á fréttatímann í spilaranum hér fyrir ofan.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×