Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Faðir Einars Arnar segir sína skoðun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar Birgissonar.
Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar Birgissonar. Vísir
Uppreist æru Atla Helgasonar hefur vakið mikla athygli og sýnist sitt hverjum í baráttu hans fyrir því að endurheimta lögmannsréttindi sín. Atli var árið 2001 dæmdur í sextán ára fyrir morðið á vini sínum og viðskiptafélaga, Einari Erni Birgissyni.

Birgir Örn Birgisson, faðir Einars Arnar, sagði í Fréttablaðinu í morgun að fjölskyldunni hafi verið brugðið við tíðindin. Atli hefði aldrei sýnt neina iðrun vegna morðsins.

„Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi,“ sagði Birgir Örn.

Rætt verður við Birgi Örn í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hann verður svo gestur Andra Ólafssonar og Margrétar Erlu Maack í beinni útsendingu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax að loknum kvöldfréttum.

Kvöldfréttir og Ísland í dag eru líkt og ávallt í opinni dagskrá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×