Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Davíð gekk úr skugga um að símtalið við Geir væri hljóðritað

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Upplýst var um tilvist símtals þeirra Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde í Landsdómi þegar réttað var yfir þeim síðarnefnda.
Upplýst var um tilvist símtals þeirra Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde í Landsdómi þegar réttað var yfir þeim síðarnefnda. Vísir/GVA
Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, skipti sérstaklega um síma til að hann gæti hljóðritað samtal sem hann átti við Geir H Haarde þáverandi forsætisráðherra um umdeilt neyðarlán til Kaupþings. Davíð taldi ólíklegt að ríkið myndi fá lánið til baka.

Þetta kemur fram í vitnisburði starfsmanns seðlabankans sem varð vitni að umræddu símtali þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. Mikið hefur verið fjallað um símtalið undanfarin ár eftir að upplýst var um tilvist þess í réttarhöldum yfir Geir fyrir Landsdómi.

Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.


Tengdar fréttir

Segir neyðarlán til Kaupþings hafa verið mistök

Geir H. Haarde, sendiherra Íslands í Washington og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það hafi verið mistök að veita Kaupþingi neyðarlán upp á tæplega 80 milljarða rétt fyrir fall bankanna í október 2008. Peningarnir hafi ekki dugað til að bjarga bankanum þar sem þeir fóru í annað en hann reiknaði með.

Davíð segir fjölmarga hafa séð útskriftina

Davíð Oddsson, fyrrverandi Seðlabankastjóri, segir fjölmarga hafa séð útskrift af samtali þeirra Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sem fjárlaganefnd hefur óskað eftir vegna 500 milljóna evra láns til Kaupþings haustið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×