Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2: Brynja Dan átti þann draum heitastan að hafa uppi á móður sinni

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Brynja Dan.
Brynja Dan.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir sögu sína, en hún var ættleidd til Íslands frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Brynju hefur í áraraðir dreymt um að hafa uppi á móður sinni þar í landi og freistaði gæfunnar á dögunum.

Brynja er ein þriggja ungra, íslenskra kvenna sem voru ættleiddar til Íslands á barnsaldri, en leita nú uppruna síns með hjálp sjónvarpskonunnar Sigrúnar Óskar Kristjánsdóttur.

Sögur þeirra allra verða sagðar í nýjum þáttum, Leitinni að upprunanum, sem hefja göngu sína á sunnudag á Stöð 2. 

Leitin ber þær meðal annars í afskekkt fjallaþorp í Tyrklandi og í fátækrahverfi í Sri Lanka.

Allar höfðu þessar ungu konur mjög takmarkaðar upplýsingar um forsögu sína, en auk þess eru gögnin sem þær höfðu til að leita eftir yfir þriggja áratuga gömul. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×