Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: ,,Þá bara dó eitthvað innra með mér“

„Við brunuðum niður á geðdeild, ég og maðurinn minn og litla stelpan okkar,“ segir Kristín Arna Sigurðardóttir, sem þjáðist af alvarlegum fæðingakvíða eftir að hafa eignast fyrstu dóttur sína.

Dóttur sem Kristín og maður hennar, Jökull, höfðu eignast með hjálp smásjárfrjóvgunar og biðu með eftirvæntingu.

„Ritarinn verður voða hissa þegar hún sér okkur. Að við höfum verið send þangað. En leyfði okkur að hitta einhvern geðlækni og hann kemur inn í sterílt herbergi. Hvítir veggir og ekkert þar inni. Læknirinn spyr hvað hann geti gert fyrir okkur. Ég reyni að lýsa þessu öllu, að ég geti ekki meir og ég verði að fá hjálp,“ útskýrir Kristín.

„Ég var reyndar algjörlega búin á því og ég gat eiginlega ekkert talað. Ég var alveg ófær að sjá um sjálfa mig og hvað þá nýfætt barnið. Hann segir við mig að það sé lítið sem hann geti gert, við verðum bara að bíða og sjá. Og þá bara dó eitthvað innra með mér.“

Ítarlegt viðtal við Kristínu og umfjöllun um fæðingarþunglyndi verður í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×