Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Mikið stökk að byrja í menntaskóla“

Íslensk móðir ákvað að láta dóttur sína hætta að sinna heimanámi og segir hana minna kvíðna og miklu hamingjusamari fyrir vikið.

Ljóst er að mjög skiptar skoðanir eru á því hvort börn eigi að sinna heimanámi yfir höfuð, en fjórðungur foreldra og kennara eru mótfallin heimalærdómi samkvæmt könnun.

Rætt verður við nemendur, kennara og foreldra í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í kvöld, en menntskælingur lýsti því sem mjög miklu stökki að koma úr grunnskóla og hefja nám við Menntaskólann í Reykjavík, þar sem þarf mikið að læra að sögn nemandanna.

Rektor MR er ekki á þeim buxunum að minnka eigi heimalærdóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×