Erlent

Kviknaði í vængnum við lendingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Betur fór en á horfðist þegar vængur flugvélar Singapore Airlines varð alelda skömmu eftir lendingu.
Betur fór en á horfðist þegar vængur flugvélar Singapore Airlines varð alelda skömmu eftir lendingu. Vísir/AFP
Engan sakaði þegar kviknaði í hreyfli á flugvél Singapore Airlines skömmu eftir nauðlendinguá flugvellinum í Singapúr í gær. Um borð í vélinni voru 222 farþegar og nítján í áhöfn.

Skömmu eftir flugtak vélarinnar, sem var á leið til Mílanó frá Singapúr, var ákveðið að snúa henni við eftir að flugmenn vélarinnar fengu skilaboð um að einn af hreyflum vélarinnar væri í ólagi. Skömmu eftir lendingu í Singapúr kviknaði í hreyflinum og læsti eldurinn sig fljótlega í væng vélarinnar.

Betur fór en á horfðist því bæði farþegum og áhöfn var örugglega komið frá borði vélarinnar eftir lendingu og voru slökkviliðsmenn um fimm til tíu mínútur að slökkva eldinn. Vélin er að gerðinni Boeing 777-300ER.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×