Erlent

Kviknaði í lest á lestarstöð í London

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Engan sakaði í eldinum.
Engan sakaði í eldinum.
Charing Cross-lestarstöðinni í miðborg London var lokað klukkan 11 í morgun eftir að eldur braust út í lest sem var kyrrstæð á brautarpalli.

Engan sakaði og var lestarstöðin opnuð fyrir um hálftíma síðan.  Talið er að kviknað hafi í vegna rafmagnsbilunar.

Vincenzo Minore, farþegi í lestinni sem kviknaði í, segir í samtali við BBC að fólk hafi verið skelkað. Hann sagði að um 30-40 manns hafi verið á brautarpallinum þegar eldurinn braust út.

Þegar fólk hafi áttað á sig á það væri kviknað í hafi það hlaupið af stað og á 15 mínútum hafi enginn verið lengur á brautarpallinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×