Viðskipti innlent

Kvika selur hlut sinn í Íslenskum verðbréfum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hópur fjárfesta hefur keypt allan hlut Kviku í Íslenskum verðbréfum
Hópur fjárfesta hefur keypt allan hlut Kviku í Íslenskum verðbréfum Vísir/Pjetur
Kvika hefur selt hlut félagsins í Íslenskum verðbréfum til hóps fjárfesta.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Kviku, sem varð til eftir sameiningu MP banka og Straums fjárfestingarbanka, hafi borist tilboð í 66,35% hlut bankans í Íslenskum verðbréfum en ákveðið var að semja við tilboðsaðila um sölu á öllum eignarhlut bankans í félaginu.

„Kviku barst nýverið tilboð í 66,35% hlut bankans í Íslenskum verðbréfum. Eftir að hafa farið vandlega yfir tilboðið var ákveðið að semja við tilboðsaðila um sölu á öllum eignarhlut bankans í félaginu,“ segir Sigurður Atli Jónsson fortjóri Kviku. „Stjórnendur bankans höfðu engin áform uppi um að selja hlut hans í Íslenskum verðbréfum fyrr en tilboð barst í hlutinn, en eftir mikla yfirlegu var ákveðið að taka því tilboði.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×