Innlent

Kvíða flutningi á Vesturgötu 7

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Borgarstjóri tók við undirskriftum Þorraselshópsins.
Borgarstjóri tók við undirskriftum Þorraselshópsins. Fréttablaðið/GVA
Hópur eldri borgara afhenti í gær Degi B. Eggertssyni borgarstjóra undirskriftir með áskorun um að dagþjónustu í Þorraseli verði haldið áfram í óbreyttri mynd.

Í áskorun hópsins segir að flestir gestir Þorrasels séu 87 ára gamlir og að sá elsti sé 97 ára. Það verði slæm röskun á högum þeirra ef Þorraseli verði lokað og hópurinn fluttur á Vesturgötu 7.

Áskorunin
„Mörg okkar nota göngugrindur eða hjólastóla til að komast á milli innanhúss og úti. Hluti er að kljást við fyrstu stig alzheimer eða elliglöp. Nokkur eru blind eða sjónskert og flest okkar nota heyrnartæki,“ segir í áskoruninni þar sem viðmót starfsmanna Þorrasels er lofað sem og andrúmsloftið í hópnum:

„Við erum kvíðin ef af verður og viljum vera áfram í sama umhverfi þar sem við þekkjum okkur vel og erum að ýmsu leyti sjálfbjarga.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×