FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 12:05

Godín tryggđi Atlético sigur á Tottenham

SPORT

Kvennalandsliđiđ lenti í 3. sćti á Novotel Cup | Elísabet valin efnilegust

 
Sport
22:30 03. JANÚAR 2016
Kvennalandsliđiđ eftir leikinn í dag.
Kvennalandsliđiđ eftir leikinn í dag. MYND/AĐSEND

Kvennalandsliðið lauk leik í 3. sæti á Novotel Cup mótinu í blaki sem lauk í dag en karlalandsliðið þurfti að sætta sig við fjórða og síðasta sætið.

Kvennalandsliðið fór vel af stað og vann fyrsta leik sinn á mótinu en tapaði leiknum gegn Danmörku í gær en karlalandsliðið var án sigurs fyrir leik dagsins eftir tap gegn Danmörku og Sviss.

Liðin mættu Lúxemborg í lokaleik dagsins en bæði landsliðin þurftu að sætta sig við tap í dag.

Kvennaliðið náði að knýja fram upphækkun í annarri hrinu en lengra komust þær ekki og þurftu að sætta sig við 0-3 tap (22-25, 25-27 og 19-25). Thelma Grétarsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu en Elísabet Einarsdóttir bætti við sjö stigum.

Elísabet var í dag valinn efnilegasti leikmaður mótsins en hún var stigahæst í íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjum mótsins.

Lið Lúxemborg reyndist einnig vera númeri of stórt fyrir karlalandsliðið en leiknum lauk með 3-0 sigri Lúxemborg (14-25, 14-25 og 19-25).

Stigahæstir í íslenska liðinu voru þeir Hafsteinn Valdimarsson með 5 stig og Theódór Þorvaldsson með 4 stig.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Kvennalandsliđiđ lenti í 3. sćti á Novotel Cup | Elísabet valin efnilegust
Fara efst