Erlent

Kvenlæknar nú í meirihluta í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Starfandi læknum hefur fækkað í Danmörku á síðustu árum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Starfandi læknum hefur fækkað í Danmörku á síðustu árum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Kvenlæknar eru nú í fyrsta sinn í meirihluta í læknastétt í Danmörku. Í nýrri skýrslu læknasamtakanna PLO kemur fram að af 3.436 starfandi læknum í landinu eru 1.759 konur, eða 51,2 prósent.

Miklar breytingar hafa orðið á hlutfalli kvenna í danskri læknastétt, en fyrir fjórum áratugum var hlutfall kvenlækna um tíu prósent.

Í skýrslu PLO kemur einnig fram að læknum hafi fækkað í landinu. Þannig hefur starfandi læknum fækkað um tvö hundruð á síðustu tíu árum, sem þýðir að í landinu eru 1.660 íbúar á hvern lækni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×