Innlent

Kveiktu eld í grennd við Síðuskóla

Gissur Sigurðsson skrifar
Eldsupptök liggja ekki fyrir en lögregla telur fullvíst að kveikt hafi veri í.
Eldsupptök liggja ekki fyrir en lögregla telur fullvíst að kveikt hafi veri í. vísir/stefán
Eldur var kveiktur í blaðagámi á endurvinnslustöð í grennd við Síðuskóla í gærkvöldi. Hans varð fljótt vart og slökkti slökkviliðið hann á skammri stundu eftir að það mætti á vettvang.

Ekkert tjón varð á öðrum mannvirkjum og ekki var hætta á að eldurinn bærist í skólann, að sögn lögreglu, en eldur sem 
þessi  getur hvenær sem er farið úr böndunum.

Eldsupptök liggja 
ekki  fyrir en lögregla telur fullvíst að kveikt hafi veri í, en ekki er vitað hver brennuvargurinn er. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×