Erlent

Kveikti í æskulýðsmiðstöð hinsegin fólks í Phoenix

Samúel Karl Ólason skrifar
Maðurinn er sagður heita Darren William Beach og er 26 ára gamall.
Maðurinn er sagður heita Darren William Beach og er 26 ára gamall.
Lögreglan í Phoenix í Arizona leitar nú manns sem náðist á myndband kveikja í æskulýðsmiðstöð hinsegin fólks. Maðurinn gekk hinn rólegasti inn í húsnæðið með eldsneytisbrúsa í hendinni og helti hann eldsneytinu út um öll gólf. Því næst gekk hann út og kveikti í.

Maðurinn er sagður heita Darren William Beach og er 26 ára gamall. Lögreglan hefur biðlað til almennings við leitina að honum.

Samkvæmt frétt AzCentral.com var Beach sótti Beach miðstöðina reglulega þar til hann varð 25 ára og því of gamall.

Linda Elliot, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir að bygging nýs húsnæðis hafi byrjaði í síðasta mánuði. Hins vegar urðu mikið af eigum miðstöðvarinnar eldinum að bráð. Elliot segir þó að íbúar nærliggjandi hverfa hafi streymt til þeirra í dag og í gær og gefið þeim ýmsa muni og jafnvel peninga.


Tengdar fréttir

Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu

Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher.

Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu

Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta.

Kastar transfólki úr hernum fyrir múrinn

Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra.

Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum

Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×