Innlent

Kveikt í rusli við leikskóla

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá eldinum við Dugguvog.
Frá eldinum við Dugguvog. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og í gærkvöldi. Þrír eldar komu upp og var mikið um ölvunarakstur. Kveikt var í rusli við við hurð á leikskóla í Fossvogi. Eldurinn teygði sig í þakkant hússins en hann var slökktur af slökkviliðið. Tjón liggur ekki fyrir og er málið í rannsókn.

Þá kom eldur upp í kjallara húss við Dugguvog í gær en þar voru íbúðir á efri hæðum. Slökkviliðið slökkti eldinn fljótt og reykræsti en ekki er vitað um eldsupptök.

Í dagbók lögreglunnar kemur eining fram að eldur hafi komið upp í bíl viðo Sólvang. Þar sat ökumaður í bílnum þar sem hann beið eftir farþega þegar hann sá reyk koma undan bílnum. Talið er að bilun hafi orðið í rafmagnskerfi bílsins. Bílinn var fluttur af vettvangi með dráttabíl þegar búið var að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×