Erlent

Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fórust

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kveikt var á einu kerti fyrir hvern þann sem týndi lífi í vélinni.
Kveikt var á einu kerti fyrir hvern þann sem týndi lífi í vélinni. vísir/ap
Hátt í fimmtán hundruð manns kom saman í dómkirkjunni í Köln í dag til að minnast þeirra sem létust er vél Germanwings var brotlent í frönsku ölpunum í síðasta mánuði. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Joachim Gauck, forseti Þýskalands, sóttu athöfnina ásamt fjölmörgum embættismönnum frá Þýsklandi, Frakklandi og Spáni.

Kveikt var á 150 kertum, eða á einu kerti fyrir hvern þann sem týndi lífi í vélinni. Þar á meðal fyrir aðstoðarflugmanninn Andreas Lubitz. „Það er ekki okkar að dæma,“ sagði Rainer Woelki, erkibiskupinn í Köln, í samtali við þýska blaðið Bild, aðspurður hvers vegna kveikt hafi veirð á kerti fyrir Lubitz.

Andreas Lubitz er talinn hafa brotlent vélinni af ásettu ráði hinn 24. mars síðastliðinn. Allir farþegar vélarinnar létust. Flestir voru frá Þýskalandi og Spáni en vélin var á leið frá Barcelona til Dusseldorf.


Tengdar fréttir

Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða

Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum.

Vara við fordómum gagnvart þunglyndum

Sálfræðingar í Bretlandi segja umrætt þunglyndi Andreas Lubitz gæti leitt til þess að fleiri forðist það að leita hjálpar við þunglyndi.

Fundu geðlyf heima hjá Lubitz

Þýska blaðið Welt am Sonntag greinir frá því í dag að geðlyf hafi fundist heima hjá þýska flugmanninum Andreas Lubitz sem grandaði farþegaþotu í frönsku Ölpunum á þriðjudag.

Harmleikur í háloftunum

Þegar 150 manns farast með farþegaþotu í hefðbundnu millilandaflugi í Evrópu, líkt og gerðist í Frönsku ölpunum á þriðjudag, verður fólk sem notar þennan ferðamáta eðlilega slegið og skelkað. Fá orð ná svo utan um harminn sem nístir þá sem atburðurinn snertir beint.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×