Innlent

Kveikt á Friðarsúlunni á 75 ára afmæli Lennon

Bjarki Ármannsson skrifar
Friðarsúlan er tendruð 9. október ár hvert.
Friðarsúlan er tendruð 9. október ár hvert. Vísir/Anton
Um fimmtán hundruð manns mættu í Viðey í kvöld til að fylgjast með Yoko Ono kveikja á Friðarsúlunni í níunda sinn. Kveikt er á súlunni á afmælisdegi Bítilsins John Lennon ár hvert, en hann hefði átt stórafmæli í ár og orðið 75 ára.

Yoko mætti ásamt fylgdarliði sínu með bát frá Reykjavíkurhöfn og flutti ávarp fyrir viðstadda áður en kveikt var á súlunni en það gerði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri einnig. Tvö af þekktustu lögum Lennon, Imagine og Give Peace a Chance, voru spiluð við tendrunina.

Friðarsúlan lýsir upp himininn næstu vikur en á henni verður slökkt að vanda þann 8. desember, á dánardegi Lennon.

Myndir frá athöfninni má sjá hér fyrir neðan.

Yoko Ono og fylgdarlið heldur út í bátinn.Vísir/HMP
Í bátnum.Vísir/HMP
Stigið á land í Viðey.Vísir/HMP
Yoko og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri héldu bæði hjartnæmar ræður.Vísir/HMP
Kveikt á Friðarsúlunni.Vísir/HMP
Friðarsúlan séð frá Reykjavík.Vísir/Anton
Friðarsúlan séð frá Reykjavík.Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×