Fótbolti

Kveður Wambach með HM-titli?

Ingvi Þór Sæmundsson. skrifar
Abby Wambach..
Abby Wambach.. Vísir/EPA
Bandaríkin og Japan mætast í úrslitaleik HM í Kanada á sunnudagskvöldið. Þessi sömu lið mættust einnig í úrslitaleiknum fyrir fjórum árum, þar sem Japan hafði betur í vítaspyrnukeppni. Leikurinn hefst klukkan 23.00.

Bandaríkin hafa ekki unnið HM síðan 1999 en merkisberi liðsins á þessari eyðimerkurgöngu hefur verið framherjinn öflugi Abby Wambach.

Enginn leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir Bandaríkin en hún, eða 183 mörk. Wambach er orðin 35 ára gömul og þetta er því alveg örugglega hennar síðasta tækifæri til að vinna HM.

Wambach hefur oft verið í stærra hlutverki en á HM í ár og óvíst er hvort hún verði í byrjunarliðinu á móti Japan. En hún mun væntanlega koma eitthvað við sögu og það væri vel við hæfi ef hún myndi kveðja með marki.

Wambach þarf aðeins eitt mark til að jafna markamet hinnar brasilísku Mörtu á HM (15 mörk) og tvö til að slá það.

Í kvöld mætast England og Þýskaland í leiknum um þriðja sætið á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×