Enski boltinn

Kvartað yfir orðum Mourinho

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd.
Jose Mourinho, stjóri Man. Utd. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við Jose Mourinho, stjóra Man. Utd, vegna orða hans í aðdraganda leiks Liverpool og Man. Utd.

Mourinho var ekki ánægður með að Anthony Taylor skildi hafa verið settur sem dómari á leikinn. Taylor er búsettur í Manchester og Mourinho sagði að sambandið væri að setja Taylor í erfiða stöðu.

Stjórar mega ekki tala um dómara í aðdraganda leikja samkvæmt reglum sambandsins.

Mourinho þarf að svara kvörtun sambandsins fyrir föstudag og í kjölfarið verður tekin ákvörðun um hvort sambandið ætli að gera eitthvað í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×