Íslenski boltinn

KV leikur á heimavelli um helgina vegna Rey Cup

Vísir/Daníel
Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, leikur á heimavelli sínum um helgina í ljósi þess að Rey Cup fer fram í Laugardalnum. Mun félagið sem heldur upp á tíu ára afmæli sitt á þessu ári blása til veislu í tilefni þess.

Félagið hefur neyðst til þess að leika í Egilshöll og á gervigrasinu í Laugardalnum í sumar í ljósi þess að heimavöllur liðsins, KV Park uppfyllir ekki skilyrði liða í 1. deildinni.

KV sendi fyrirspurn á KR hvort hægt væri að leigja völlinn þeirra á laugardaginn en KR þurfti að neita því í ljósi þess að leikið væri á honum á föstudaginn og sunnudaginn. Þetta staðfesti Páll Kristjánsson, þjálfari og formaður KV, við Vísi rétt í þessu.

„Undarþágan er sú að Rey Cup er í Laugardalnum og við ætluðum að reyna að fá KR-völlinn en það var ekki hægt. Grasið þolir ekki þrjá leiki í röð og við vorum í miklum vandræðum með heimavöll en við fengum sérstaka undanþágu og þurfum að uppfylla ákveðin skilyrði um helgina,“ sagði Páll sem lofaði skemmtun.

„Það eru ansi mörg skilyrði sem við þurfum að uppfylla en við kippum því í liðinn. Það verður boðið upp á pulsur fyrir leik og eitthvað fjör,“ sagði Páll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×