Erlent

Kúrdar í Þýskalandi létu Erdogan heyra það

Bjarki Ármannsson skrifar
Margir mótmælenda héldu á lofti merkjum stjórnmálahreyfingar Kúrda, PKK, sem barist hefur gegn tyrkneskum stjórnvöldum í áratugi og þau átök kostað tugi þúsunda lífið.
Margir mótmælenda héldu á lofti merkjum stjórnmálahreyfingar Kúrda, PKK, sem barist hefur gegn tyrkneskum stjórnvöldum í áratugi og þau átök kostað tugi þúsunda lífið. Vísir/AFP
Um þrjátíu þúsund Kúrdar tóku þátt í mótmælum gegn Recep Erdogan Tyrklandsforseta í þýsku borginni Frankfurt í gær. Kallað var eftir auknu lýðræði í Tyrklandi og því að almenningur greiði atkvæði gegn því að völd forsetans verði aukin í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Andað hefur köldu á milli Tyrklands og Þýskalands frá því að Þjóðverjar neituðu tyrkneskum yfirvöldum um að fá að halda göngur í Þýskalandi til stuðnings Erdogan og ríkisstjórn hans. Erdogan hefur ausið fúkyrðum yfir Þýskaland og þýsk stjórnvöld síðan og bæði ásakað Þjóðverja um að hegða sér „eins og nasistar“ og Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að „styðja hryðjuverkamenn.“

Hinn gríðarlega umdeildi Erdogan, sem hefur ríkt sem forseti eða forsætisráðherra Tyrklands í fjórtán ár, gæti fengið aukin völd yfir þinginu og dómstólum upp í hendurnar eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í næsta mánuði. Um það bil 1,4 milljónir Tyrkja í Þýskalandi geta þar greitt atkvæði.

Talsmaður lögreglunnar í Frankfurt segir að gangan í gær hafi farið friðsamlega fram. Margir mótmælenda héldu á lofti merkjum stjórnmálahreyfingar Kúrda, PKK, sem barist hefur gegn tyrkneskum stjórnvöldum í áratugi og þau átök kostað tugi þúsunda lífið. Bæði Evrópusambandið og Bandaríkin hafa skilgreint samtökin sem hryðjuverkasamtök.


Tengdar fréttir

Erdogan segir nasisma á lífi í vestrinu

Forseti Tyrklands gagnrýnir hollensk stjórnvöld harðlega. Utanríkisráðherrann kallar ríkið höfuðstað fasismans. Ráðherrar Tyrkja ætluðu að afla stuðnings við stjórnarskrárbreytingar á meðal Tyrkja sem staðsettir eru í Hollandi en




Fleiri fréttir

Sjá meira


×