Erlent

Kúrdar að ná yfirráðum í Kobane

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Kúrdar eru nálægt því að ná yfirráðum í bænum Kobane, sem er á landamærum Tyrklands og Sýrlands, gegn hryðjuverkasamtökum IS. Harðir bardagar hafa þar geisað að undanförnu en sókn IS-liða virðist vera á undanhaldi vegna ítrekaðra loftárása Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra. Hersveitir Kúrda stjórna því nú um sextíu prósent af svæðinu.

Rami Abdel Rahman, forstöðumaður mannréttindavaktarinnar í Sýrlandi, greindi frá þessu í dag og segir hann að liðsmenn IS séu farnir að yfirgefa þau svæði sem Kúrdar hafa ekki lagt í að sækja inn í af ótta við jarðsprengjur.

Yfir þúsund manns hafa fallið í átökunum sem hófust í september.


Tengdar fréttir

Harðari átök í Kobane

Íslamska ríkið gerði fjórar sjálfsmorðsárásir á verjendur borgarinnar og féllu minnst 25.

Hersveitir Kúrda komnir til Kobane

Um 150 menn komu að landamærunum fyrir þremur dögum, eftir að ríkisstjórn Tyrklands ákvað að leyfa þeim að fara yfir landamærin.

Kúrdum hleypt yfir landamærin

Tíu íraskir Kúrdar, allt liðsmenn Peshmarga-sveitanna, héldu yfir landamærin frá Tyrklandi til Sýrlands í gær til þess að berjast þar gegn vígasveitum Íslamska ríkisins.

Kúrdar tala fyrir daufum eyrum

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa verið treg til að veita Kúrdum stuðning við að verjast vígasveitum í Kobane. Tregðan skýrist ekki síst af átökum tyrkneska hersins við Kúrda, sem áratugum saman hafa barist fyrir réttindum sínum innan Tyrklands.

Vandinn aldrei verið meiri

Sameinuðu þjóðirnar sendu í vikunni frá sér áskorun til þjóða heims um að veita fé til neyðarhjálpar handa 78 milljónum manna, sem hafa orðið illa úti vegna átaka og hamfara víða um heim. Aldrei fyrr hafa svo margir þurft á hjálp að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×