Erlent

Kúkur á kaffihúsum: Saurgerlar í ís stóru kaffihúsakeðjanna

Kjartan Kjartansson skrifar
Starbucks segist vera að rannsaka hvers vegna saurgerlar fundust í ís á stöðum keðjunnar..
Starbucks segist vera að rannsaka hvers vegna saurgerlar fundust í ís á stöðum keðjunnar.. Vísir/AFP
Rannsókn á ís á stöðum þriggja helstu kaffihúsakeðjanna á Bretlandi leiðir í ljós að saurgerla er að finna í því. Fyrirtækin segjast ætla að grípa til aðgerða vegna þessa.

Kaffihúsakeðjurnar sem um ræðir eru Starbucks, Caffe Nero og Costa Coffee. Sýni úr ísvatni á stöðunum þeirra á Bretlandi innihéldu öll saurgerla. Í tilfelli Costa voru sjö sýni af hverjum tíu með saurgerlum en þrjú af hverjum tíu hjá hinum stöðunum tveimur.

Breska ríkisútvarpið BBC stóð fyrir rannsókninni. Sérfræðingur sem það vísar í segir að magn saurgerla í ísnum sé áhyggjuefni. Gerlarnir geti valdið sjúkdómum.

„Ég myndi sannarlega hugsa mig tvisvar um áður en ég borðaði eitthvað sem gæti innihaldið slíkt magn saurmengunar að það er mælanlegt,“ segir Rob Kingsley, sérfræðingur í matvælasýkingum, við The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×