Kúba skilar Bandaríkjunum flugskeyti sem var sent fyrir mistök til Havana

 
Erlent
00:04 14. FEBRÚAR 2016
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er vćntanlega ánćgđur međ ađ hafa fengiđ flugskeytiđ aftur.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er vćntanlega ánćgđur međ ađ hafa fengiđ flugskeytiđ aftur. VÍSIR/GETTY

Yfirvöld í Kúbu hafa skilað bandarískum yfirvöld óvirku Hellfire-flugskeyti sem var fyrir mistök sent til höfuðborgar Kúbu, Havana, í júní árið 2014. 

Greint er frá því á vef breska ríkisútvarpsins BBC að flugskeytið innihélt ekki sprengiefni. Það var í fyrstu sent til Spánar þar sem nota átti það við heræfingu Atlantshafsbandalagsins, NATO. Það var það flutti til Þýskalands og síðan til Charles de Gaulle-flugvallarins í París, Frakklandi. Þaðan átti það að fara til Flórída í Bandaríkjunum en var þess í stað flutt til Havana.

Greint er frá því á vef BBC að málið sé hið vandræðalegasta fyrir bandarísk yfirvöld sem þurftu að biðja yfirvöld í Kúbu um að skila flugskeytinu. 

AGM 114 Hellfire er leysigeisla miðað flugskeyti sem er hægt að skjóta úr þyrlu eða dróna

Yfirvöld í Bandaríkjunum óttuðust að kúbversk yfirvöld myndu deila þessari þróuðu tækni með löndum á borð við Norður-Kóreu, Kína eða Rússlandi.

Frá árinu 2014 hafa samskiptin á milli Bandaríkjanna og Kúbu batnað til muna. Bandaríkin tóku Kúbu af lista ríkja sem styðja hryðjuverk, þá var opnað fyrir fjármagnsflutninga á milli landanna í fyrra og jafnframt sendiráð Bandaríkjanna í Havana og sendiráð Kúbu í Washington


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Erlent / Kúba skilar Bandaríkjunum flugskeyti sem var sent fyrir mistök til Havana
Fara efst