Erlent

Kúba ekki lengur á hryðjuverkalista Bandaríkjanna

Atli Ísleifsson skrifar
Barack Obama Bandaríkjaforseti greindi frá því í desember að unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna eftir rúmlega hálfrar aldar deilur.
Barack Obama Bandaríkjaforseti greindi frá því í desember að unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna eftir rúmlega hálfrar aldar deilur. Vísir/AFP
Bandaríkjastjórn hefur fjarlægt Kúbu af lista yfir þau ríki sem styðja hryðjuverkastarfsemi. Ákvörðunin er liður í því að koma á bættum samskiptum ríkjanna.

Barack Obama Bandaríkjaforseti greindi frá því í desember að unnið skyldi að bættum samskiptum ríkjanna eftir rúmlega hálfrar aldar deilur.

Í frétt BBC segir að viðskiptabann Bandaríkjanna standi þó enn og þarf líklegast aðkomu Bandaríkjaþings til að aflétta því.

Íran, Súdan og Sýrland eru enn á hryðjuverkalista Bandaríkjastjórnar.


Tengdar fréttir

Kollegar frá Kúbu og Bandaríkjunum hittust í Panama

Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Kúbu, þeir John Kerry og Bruno Rodriguez hittust í gærkvöldi á fundi en svo háttsettir embættismenn hvorrar þjóðar fyrir sig hafa ekki hist í rúma hálfa öld. Kollegarnir voru saman í Panama til að sitja fund Ameríkuríkja sem hefst í dag og var ákveðið að þeir myndu hittast enda hefur þíðan á milli ríkjanna tveggja ekki verið meiri frá því Fidel Castro og félagar hans gerðu byltingu á Kúbu á sínum tíma.

Airbnb opnar fyrir heimagistingar á Kúbu

Rúmlega þúsund eignir á Kúbu eru þegar á lista Airbnb, en enn sem komið er er einungis mögulegt að bóka slíkar eignir í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×